Nokkrar góðar ástæður til að kjósa Samfylkinguna í dag

Í dag fáum við tækifæri til að velja. Baráttan er hörð og úrslit ekki gefin. Í raun má segja að valið standi milli nýrrar framtíðar, nýrra hugmynda og þeirrar stöðnunar sem einkennir núverandi ríkisstjórn. 

Samfylkingin er eina stjórnmálaaflið sem getur og vill leiða breytingar og framfarasókn með hagsmuni fjöldans í öndvegi. Hér tíni ég til nokkrar góðar ástæður til að kjósa Samfylkinguna.

Með því að kjósa Samfylkinguna kýstu ferskan andblæ í stað doða og hugmyndaleysis núverandi ríkisstjórnar.

  • efnahagslegur stöðugleiki, lækkandi vextir og verðbólga
  • þróttmikið atvinnulíf.
  • leggja niður samræmd próf, auka faglegt sjálfstæði skóla, draga úr miðstýringu og auka valfrelsi nemenda.
  • bæta úr vanrækslusyndum ríkisstjórnarinnar á sviði velferðarmála og binda enda á hreppaflutninga og biðlistavæðingu velferðarþjónustunnar.

Með því að kjósa Samfylkinguna  stuðlar þú að því að Íslandi fái sess meðal grannþjóða, en ekki sæti hornreku eða hlutskipti taglhnýtings

  • aðild að Evrópusambandinu
  • upptaka evru til hagsbóta fyrir almenning og smærri fyrirtæki
  • afturköllun stuðnings Íslands við Íraksstríðið

Með því að kjósa Samfylkinguna veitir þú nýrri kynslóð jafnaðarmanna brautargengi. Þetta er öflugt fólk sem er við þröskuld Alþingis. Árni Páll Árnason í 4. sæti í Kraganum, Guðmundur Steingrímsson situr í 5. sæti Samfylkingarinnar í Kraganum og á nú góða möguleika á þingsæti. Kristrún Heimisdóttir, Róbert Marshall og Guðný Hrund Karlsdóttir eru ásamt þeim að banka á dyrnar. Margrét Kristín Helgadóttir, Reynir Harðarson og Helga Vala Helgadóttir eru skammt undan.

Atkvæði greitt Samfylkingunni hvar sem er á landinu nýtist okkur öllum til sóknar inn á þing.

Kjóstu Samfylkinguna í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Nú er Samfylkingin komin í stjórnarráði, skyldi kosningaloforðin vera efnd?

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.5.2007 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband